Umræður
Hægt er að takmarka umræður við innskráða eða hafa þær algjörlega opnar. Einnig er hægt að tengja umræður við ákveðna kerfishluta svo sem ákveðnar síður, greinar (þar með talið fréttir og blog), dagskrá, myndir eða vörur. Þegar innleggi hefur verið svarað þá getur kerfið sent tilkynningu til þess sem skrifaði það með tölvupósti.
Jafnframt er hægt að stilla umræðuna þannig að innlegg hvers og eins birtist ekki fyrr en ritstjóri hefur samþykkt það.
Tenging umræðu við efni heimasíðunnar er gerð með einföldum hætti í gegnum stillingar heimasíðu á hverri síðu fyrir sig.