*Nauðsynlegt er að gera breytingar á gagnagrunni sem og í stillingum. Venjulega tekur það um 30-60 mínútur og fer það eftir hvaða útgáfa af SMALA er í notkun. Fyrir útgáfur eldri en 2.5 þarf einnig að uppfæra gagnasafn (myndir/skjöl). Fljótlegast og öruggast er að láta SMALA sjá um uppfærsluna.

SMALI er íslenskt vefumsjónarkerfi meğ íslenskt og enskt viğmót. Kerfiğ hefur veriğ stöğugri í şróun í meira en áratug. Şağ er meğ öflugri ağgangsstıringu, bæği fyrir starfsmenn og almenning. Öll kerfi eru nú innifalin í grunnpakkanum, með ótakmörkuðum fjölda eininga.

Verğ ağeins 44.850 kr. meğ vsk. (uppsetning innifalin). Stöðluð heimasíða fylgir með.

Şú hefur algjört frelsi hvar şú hısir vefinn şinn og ert şví ekki fastur hjá sérstökum hısingarağila um ókomna tíğ. Şú şarf ekki heldur ağ borga mánağargjald ofan á kaupverğiğ.

Hundruğir fyrirtækja, stofnana og einstaklinga eru meğ kerfiğ í notkun bæği innanlands og erlendis.

Innifaliğ í kerfinu:

Vefir

Kerfi sem heldur utan um heimasíður og veftré. Hægt er að stilla aðgengi bæði almennings og starfsmanna að hverri síðu fyrir sig. Í kerfinu er rithamur sem svipar til Word þar sem auðvelt er að móta texta, töflur og myndir. Hægt er að vera með marga mismunandi vefi (eða lén) í kerfinu. Hægt er að tengja önnur kerfi með einföldum hætti við heimasíður.

Myndir/skjöl

Sér um að halda utan um myndir og skjöl. Engin takmörk eru fyrir því hvernig skjöl er hægt að upphala. Hverja möppu, eina eða fleiri í einu, er hægt að tengja við síður og nota sem myndaalbúm eða lista yfir skjöl.

Greinar

Hér er hægt að skrifa greinar, blogg, fréttir. Hægt er að tengja hverja grein við mismunandi flokka og lykilorð. Í kerfinu er nýr rithamur þannig að auðvelt er að móta efnið að vild, þar á meðal setja myndir beint í fréttina sjálfa.

Kannanir

Með þessu kerfi er hægt að búa til skoðanakannanir með ótakmörkuðum svarmöguleikum.

Umræður

Hér er umræðukerfi sem bæði er hægt að tengja við innskráða notendur eða hafa opið almenningi. Hægt er að fylgjast með IP-tölu hvers og eins sem og breyta eða eyða innleggjum.

Auglýsingar

Þetta kerfi sér um að halda utan um auglýsingar á heimasíðum. Hér er hægt að setja inn myndir eða flash skjöl og skilgreina líftíma og birtingu hverrar auglýsingu. Hægt er að hafa fleiri en eina auglýsingu í hverju plássi og láta þær birtast tilviljunarkennt.

Verslanir

Verslunarkerfi með vöruflokkum þar sem hægt er að fylgjast með körfu og að sjálfsögðu innkaupum. Hægt er að tengja kerfið við greiðslukortafyrirtæki til þess að hafa allt sjálfvirkt. Auk þess að vera með venjulega vörusölu (t.d. "póstverslun") þá er hægt vera með vörupantanir og afgreiðslu á rafrænni vöru s.s. rafbækur.

Dagskrár

Hér er haldið utan um viðburði. Hægt er að skilgreina byrjun og endi, staðsetningu og heimasíðu (ef þörf er á). Í þessu kerfi er ítarlegur ritþór sem leyfir innsetningu á myndum, tilvísunum, töflum og fleiru.

Teljarar

Þetta kerfi sem um að halda utan um allar heimsóknir á heimasíðu. Hægt er að sjá IP-tölu gesta, vafra, tungumál og hvaða síður viðkomandi skoðar.

Tölvupóstar

Með þessu kerfi er hægt að senda fjöldatölvupóst með einföldum hætti, bæði sem venjulegan texta-tölvupóst eða efnisríkan HTML-tölvupóst. Hægt er að senda beint úr greinum. Þetta er passlegt forrit til þess að senda nokkur hundruð tölvupósta í einu.

Tilvitnanir

Hér er kerfi sem heldur utan um tilvitnanir og höfunda þeirra. Hægt er að láta tilvitnanir birtast tilviljunarkennt á heimasíðum. Þetta er sniðugt til þess að halda síðum lifandi og forvitnilegum.

Viðbætur

Þetta er kerfiseining sem gerir kleyft að bæta eigin kerfum við SMALA. Með þessu er hægt að nýta aðgangsstýringu og formúlur í SMALA fyrir sín eigin kerfi. Með þessu eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera - svo lengi sem hugmyndaflugið stoppar ekki.
Sendu okkur tölvupóst eğa hafğu samband í síma 5541115 til şess ağ fá nánari upplısingar.