Kerfið byggir á greinagrúppum þannig að hægt er flokka greinar eftir eðli og birta þær allar saman eða í mismunandi lagi, hvort sem það er á sömu heimasíðu eða mismunandi lénum. Samþykktarferli er innbyggt í kerfið þannig að hægt er að skilgreina hvort ákveðinn notandi eða notendagrúppa hafi heimild til þess að birta grein beint inná heimasíðuna eða hvort ritstjóri þurfi að staðfesta þær fyrst. Þetta hentar vel fyrir fréttasíður.
Einnig er hægt að leita eftir texta á einhverju tímabíli.
Hægt er að skrifa fréttir fram í tímann og þá birtast þær ekki fyrr en að þeim tíma liðnum. Auðvelt er að staðsetja myndir ásamt texta með hverri grein og eru engin takmörk á því hversu margar myndir er hægt að hafa með hverri grein.
Rithamur greina byggist á HTML-sniði sem svipar til rithams í vefkerfi.
Hverja grein er hægt að skilgreina sem samnýtta þannig að auðvelt er að aðgreina mikilvægar greinar frá öðrum minna mikilvægum.